Evrópuleiðtogar æfir af reiði í garð Moody´s 6. júlí 2011 14:33 Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ýmsir leiðtogar í Evrópulöndum og í framkvæmdanefnd ESB eru æfir af reiði í garð matsfyrirtækisins Moody´s fyrir að hafa lækkað lánshæfiseinkunn Portúgal niður í ruslflokk. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en eins og fram kom í fréttum í morgun lækkaði Moody´s lánshæfi Portúgals um fjóra flokka niður í Ba2 með neikvæðum horfum. Ástæðan var m.a. að Moody´s telur að Portúgal, eins og Grikkland, þurfi meiri neyðaraðstoð en landið hefur þegar fengið. José Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ESB segist harma ákvörðun Moody´s, einkum tímasetninguna og umfang lækkunarinnar á lánshæfinu. Barroso telur að ákvörðun Moody´s skapi meira öngþveiti en skýrleika á mörkuðum. Talsmaður Olli Rehn stækkunarstjóra ESB segir að ferlið sé allt hið óheppilegasta og það veki að nýju upp spurningar um starfshætti matsfyrirtækjanna. Stavros Lambrindinis fjármálaráðherra Grikklands segir ákvörðun Moody´s hreina geðveiki og bendir á að ákvörðun matsfyrirtækisins geti ein og sér valdið því að Moody´s hafi svo rétt fyrir sér að lokum. Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands segir að tími sé kominn á uppgjör gagnvart matsfyrirtækjunum sem myndi minnka völd þeirra og áhrif. Ákvörðun Moody´s hefur valdið því að gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart dollar. Skuldatryggingaálag Portúgals hefur rokið upp um nær 100 punkta í morgun og stendur nú í 864 puntkum. Hefur það aldrei verið hærra í sögunni. Þá hefur ákvörðun Moody´s valdið því að Portúgal hefur orðið fyrir þungu höggi á skuldabréfamarkaðinum. Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréfum Portúgals hefur hækkað um 224 punkta á 2ja ára bréfum og stendur í 15,9%. Á tíu ára bréfum hefur krafan hækkað um 128 punkta og stendur í 12,3%.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent