Viðskipti erlent

Norðmenn töpuðu stórt á að selja gullforða sinn

Seðlabanki Noregs hefur tapað miklum fjárhæðum á því að hafa selt megnið af gullforða sínum árið 2004.

Ástæðan fyrir sölunni var óánægja með hve lítill arðurinn var af gullforðanum. Ef seðlabankinn hefði haldið í gullforðann væri hagnaður bankans í ár orðinn 6,6 milljarðar norskra kr. eða um 140 milljarðar kr. Það er arðsemi upp á yfir 220%.

Fjallað er um málið í Dagens Nyheder. Þar kemur fram að gullforði Noregs hafi numið 37 tonnum árið 2004 áður en megnið af honum var selt á verði sem var meir en þrefalt lægra en það er í dag. Talsmenn seðlabankans vilja ekki tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×