Serge Ibaka, framherji Oklahoma Thunder, hefur fengið spænskan ríkisborgararétt og mun hjálpa Spánverjum að verja Evrópumeistaratitil sinn í sumar.
"Spánn hefur gefið mér mikið. Það verður heiður að greiða landinu til baka," sagði hinn 21 árs gamli Ibaka sem er fæddur í Kongó en spilaði í þrjú ár á Spáni áður en hann fór í NBA-deildina.
Hann mun spila með bræðrunum Pau og Marc Gasol í landsliðinu sem er afar líklegt til afreka.
Chelsea
Wolves