Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Hafsteinn Hauksson skrifar 13. júlí 2011 12:03 Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira