Evrópa rambar á barmi fjármálahruns 12. júlí 2011 10:06 Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. „Þetta gæti orðið mjög alvarlegt. Fjármálamarkaðir eru við það að brotna saman. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum hækka ört frá mínútu til mínútu,“ segir Frank Ölund Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank í samtali við Jyllands Posten. „Ef leiðtogar Evrópu finna ekki lausn mjög fljótlega er staðan því miður að þróast yfir í evrópska fjármálakreppu.“ Fram kemur í frétt Jyllands Posten að yfirlýsing sem send var að loknum neyðarfundi æðstu embættismanna ESB í gærdag hafi ekki róað markaðina eins og til stóð. Hansen segir að aðgerðaáætlun hafi skort í yfirlýsingunni. Sérfræðingar Nordea bankans eru sammála mati Danske Bank. Michael Borre aðalráðgjafi Noreda í erlendum hlutabréfaviðskiptum segir í samtali við Ritzau að óttinn við nýja fjármálakreppu færist í aukana. Borre segir að ef Ítalía eða Spánn komist í þrot muni slíkt verða náðarhöggið fyrir hlutabréfamarkaði Evrópu. Vextir á ítölskum og sænskum ríkisskuldabréfum nálgast nú óðum 7% markið. Talið er að við þetta mark séu skuldirnar orðnar ósjálfbærar. Þegar þessu marki var náð hjá Grikkjum, Portúgölum og Írum þurftu þessi lönd að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB með neyðarlán til að halda sér gangandi.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira