Stricker tryggði sér sigur með mögnuðu pútti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. júlí 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. AP Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Steve Stricker sýndi snilldartakta á lokaholunnu á John Deere meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gær þar sem hann tryggði sér sigur með mögnuðu pútti fyrir fugli. Þetta er þriðja árið í röð sem Stricker vinnur þetta mót en hann lék samtals á 22 höggum undir pari og er þetta 11. sigur hans á PGA mótaröðinni. Stricker fékk fugl á 17., og 18. braut og var hann einu höggi betri en Kyle Stanley sem var ansi nálægt því að fá fugl á lokaholunni. Þetta er í 21. sinn í sögu PGA mótaraðarinnar að kylfingur vinnur mót þrjú ár í röð. Tiger Woods, Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru á þeim lista. Stricker lenti í töluverðum vandræðum eftir upphafshöggið á lokaholunni. Boltinn endaði í brautarglompu og sló hann úr erfiðri stöðu með 6-járni rétt yfir flötina. Hann setti síðan niður um 10 metra pútt fyrir sigrinum. Stricker er 44 ára gamall og er þetta annar sigur hans á árinu en hann sigraði á Memorial meistaramótinu í síðasta mánuði. Stanley tryggði sér keppnisrétt á opna breska meistaramótinu með árangri sínum á mótinu og þurfti hann að hraða sér til Bretlands strax að móti loknu ásamt Stricker. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Sandwich vellinum.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira