Orðrómur um 10 milljarða dollara gróða á lánshæfislækkun 9. ágúst 2011 08:48 Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira