Viðskipti erlent

Verðfall á mörkuðum í Asíu

MYND/Getty
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og í Ástralíu lækkuðu mikið í morgun en þetta voru fyrstu markaðirnir til að opna eftir að Standard & Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,4 prósent en verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði enn meira, eða um 3 til fimm prósent. Fastlega er búist við að verðfalli í Evrópu þegar markaðir opna þar síðar í dag og eins í Bandaríkjunum.

Á föstudaginn var lækkaði virði hlutabréfa í heiminum um trilljónir bandaríkjadala en fjárfestar hafa miklar áhyggjur af litlum hagvexti á heimsvísu auk þess sem Bandaríkjamenn og mörg ríki Evrópu glíma nú við mikinn skuldavanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×