Innlent

Hinsegin dagar ná hámarki í dag

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Frá Hinsegin dögum í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Frá Hinsegin dögum í fyrra. Mynd/ Arnþór.
Hátíðin Hinsegin Dagar í Reykjavík, sem hófst á fimmtudag, nær hámarki í dag með gleðigöngu og útiskemmtun. Búist er við fjölmenni í miðborginni en veðurspáin fyrir daginn er góð.

Gangan hefst klukkan tvö, en í ár leggur hún af stað frá hringtorginu á mótum Sóleyjargötu og Njarðargötu. Þaðan fer gangan um Sóleyjargötu, Fíkirkjuveg og Lækjargötu, og framhjá sviðinu á Arnarhóli, þar sem útiskemmtun hefst klukkan hálf fjögur. Þar stíga Páll Óskar og Lay Low á svið, ásamt öðrum landsþekktum skemmtikröftum.

Lokað verður fyrir almenna bílaumferð á svæðinu rétt áður en gangan leggur af stað og mun lokunin standa yfir í um tvo tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×