Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkað Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2011 07:30 Efnahagslífið í Bandaríkjunum er róstursamt þessa dagana. Mynd/ AFP. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. Standard & Poor's telur að fjárlögin sem Bandaríkjaþing samþykkti á þriðjudaginn gangi ekki nógu langt. Í nýju fjárlögunum var skuldaþak ríkisins hækkað. Því er spáð að þetta nýja mat geti komið frekara róti á efnahagslífið í Bandaríkjunum. Traust á markaðnum muni minnka enda glímir ríkissjóður í Bandaríkjunum við miklar skuldir, atvinnuleysi upp á 9,1% og menn óttast mjög aðra kreppu í landinu. S&P segir að líkur séu á að matið verði lækkað niður í AA innan næstu tveggja ára ef aðgerðir til að draga úr fjárlagahallanum verða metnar ófullnægjandi. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat bandaríska ríkisins í gærkvöld. Matið var fært úr efsta þrepi, eða AAA í næstefsta þrep sem er AA+, með neikvæðum horfum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem lánshæfismat Bandaríkjanna er lækkað. Ástæðan er áhyggjur af hallarekstri Bandaríkjanna. Standard & Poor's telur að fjárlögin sem Bandaríkjaþing samþykkti á þriðjudaginn gangi ekki nógu langt. Í nýju fjárlögunum var skuldaþak ríkisins hækkað. Því er spáð að þetta nýja mat geti komið frekara róti á efnahagslífið í Bandaríkjunum. Traust á markaðnum muni minnka enda glímir ríkissjóður í Bandaríkjunum við miklar skuldir, atvinnuleysi upp á 9,1% og menn óttast mjög aðra kreppu í landinu. S&P segir að líkur séu á að matið verði lækkað niður í AA innan næstu tveggja ára ef aðgerðir til að draga úr fjárlagahallanum verða metnar ófullnægjandi.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira