Harkalegur niðurskurður 1. ágúst 2011 12:05 Mynd/AP Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins. Samkomulagið náðist á elleftu stundu því ef skuldaþakið verður ekki hækkað næsta sólarhringinn hefði þetta risaveldi í hagkerfi heimsins lent í vandræðum með að greiða af skuldum þjóðarinnar. Lög kveða á um hvað stjórnvöld mega skuldsetja ríkið en í gærkvöldi náðist samkomulag milli leiðtoga demókrata og repúblikana um að hækka þetta skuldaþak um 2,4 trilljónir dollara. Þar með sér fyrir endann á þessari heimatilbúnu kreppu sem hefur skekið Wall Street og höfuðborgina að undanförnu. Samkomulagið á þó raunar enn eftir að fara í gegnum þingið en búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum í dag. Fram kemur í vefútgáfu Washington Post í dag að í samkomulaginu felist harkalegur niðurskurður á opinberum útgjöldum en engar skattahækkanir. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í Hvíta húsinu eftir að samkomulagið var í höfn að óreiða hefði einkennt viðræðurnar og þær hefðu tekið alltof langan tíma. Hins vegar hafi leiðtogar beggja flokka á endanum komið sér saman um málamiðlum og þakkar hann þeim fyrir það. Búist er við að strax í kvöld - að bandarískum tíma - náist að koma samkomulaginu í gegnum þingið, tæpum sólarhring áður en embættismenn höfðu varað við því að ríkið færi að skorta peninga til að greiða skuldir. Því lítur út fyrir að búið sé að afstýra fyrsta greiðsluþroti í sögu bandarísku þjóðarinnar.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira