Viðskipti erlent

Reiknað með rauðum tölum á öllum Evrópumörkuðum

Reiknað er með að hlutabréf falli í verði í dag á öllum mörkuðum í Evrópu. Þetta mun gerast í framhaldi af því að Dow Jones vísitalan á Wall Street hrapaði um 3,7% í gærkvöldi og Asíumarkaðir fylgdu í kjölfarið í nótt með töluverðri niðursveiflu.

Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um tæp 2% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um rúm 2%. Það er sem fyrr ótti fjárfesta við skuldakreppuna í Evrópu og lítinn hagvöxt í Bandaríkjunum sem veldur þessum taugatitringi á mörkuðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×