Viðskipti erlent

Tíu milljarða maðurinn

Peyton Manning leikstjórnandi Indianapolis Colts í bandarísku NFL deildinni, það er ruðningi, er hæstlaunaði leikmaður deildarinnar. Manning er kallaður 90 milljón dollara maðurinn, eða tíu milljarða króna maðurinn, eftir að hann gerði nýjan fimm ára samning fyrir þá upphæð við lið sitt fyrr í ár.

Í tímaritinu Forbes kemur fram að árstekjur Manning í ár muni nema 23 milljónum dollara eða hátt í þremur milljörðum króna. Manning hefur fjórum sinnum á ferli sínum náð því að verða valinn verðmætasti leikmaður NFL deildarinnar.

Næsttekjuhæsti leikmaður NFL er Sam Bradford leikstjórnandi St. Louis en tekjur hans í ár nema 18,4 milljónum dollara.  Raunar eru leikstjórnendur í fjórum efstu sætunum þegar kemur að tekjum leikmanna. Í fimmta sæti er varnarmaðurinn Richard Seymour hjá Oakland með 15 milljónir dollara í árstekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×