NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur.
Kínverska körfuboltasambandið ætlar sér nefnilega að setja ný lög þar sem leikmenn mega ekki setja klausu inn í samninga sína sem leyfir þeim að yfirgefa kínversku liðin ef verkfallið NBA-deildarinnar leysist.
Bryant er stærsta stjarnan sem hefur verið orðaður við lið í Kína en Tony Parker er meðal þeirra sem hafa einnig áhuga. Líklega eru fimm til sex störf í boði í kínversku deildinni fyrir NBA-leikmenn á súperlaunum en umrædd ný regla mun þó fara langt með að eyða áhuga þeirra á að spila í Kína í vetur.
Körfubolti