Óvæntur en bandarískur sigur á PGA-meistaramótinu í golfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 00:24 Nordic Photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira