Óvæntur en bandarískur sigur á PGA-meistaramótinu í golfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 00:24 Nordic Photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira