Dönsk fyrirsæta borgaði ekki skatt í 6 ár 12. ágúst 2011 14:43 Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira