Thomas Björn hafði betur í fimm manna bráðabana Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. ágúst 2011 10:15 Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Getty Images / Nordic Photos Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira