Vettel: Spa draumabraut ökumanna 24. ágúst 2011 17:30 Sebastian Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með Red Bull liðinu, sem er efst í stigamóti bílasmiða. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel. Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að Spa brautin í Belgíu sem verður notuð um næstu helgi sé draumur fyrir ökumenn. Vettel hefur gott forskot í stigamóti ökumanna fyrir tólfta mót ársins um næstu helgi, en Mark Webber hjá Red Bull er í öðru sæti og Lewis Hamilton hjá McLaren í því þriðja. Mótið á Spa brautinni er það tólfta af nítjan á þessu keppnistímabili. „Spa brautin hefur allt upp á bjóða sem ökumenn dreymir um. Ótrúlega hraðar beygjur og hæga kafla. Vegna veðursins geta verið óvæntar uppákomur. Það getur verið rigning eina mínútuna og sólskin þá næstu. Brautin er ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Eau Rogue og Blanchimont beygjurnar eru hápunktar. Í þurru er hægt að keyra þær án vandamála, en í bleytu er þetta önnur saga og það þarf kjark til að aka þær á fullri gjöf. Uppáhaldshluti minn er tvöfalda vinstri beygjan Pouhon. Maður er í sjötta gír, slær af í augnablik og er svo í 280 i beygjunni. Síðasti hlutinn er vandasamur, þar sem bíllinn togast í allar áttir og það þarf fullkomna einbeitingu til að halda honum á brautinni." Vettel mætir eins og aðrir ökumenn endurnærður til leiks á Spa brautina eftir 3 vikna sumarfrí keppnisliða í ágúst. „Það hefur verið frábært að fá frí í sólinni og að geta slakað á við iðkunn vatnaíþrótta, en ég get ekki beðið eftir að komast aftur um borð í bílinn" sagði Vettel.
Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira