Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar að nýju

Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. „Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz.

Tunnan af Brent-olíunni hækkaði um rúma 3 dollara eða upp í 108,78 dollara. Bandaríska léttolían hækkaði um 1,21 dollar og stendur í rúmum 85 dollurum á tunnuna.

Fyrir uppreisnina í Líbíu var landið meðal stærri útflytjenda á olíu, með nær 2% af heimsframleiðslunni eða um 1,6 milljónir tunna á dag. Þegar uppreisnin braust fram hætti landið nær öllum útflutningi sínum, sem olli mikilli hækkun á olíuverði heimsins.


Tengdar fréttir

Ástandið í Líbíu lækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið í morgun. Tunnan af Brentolíunni hefur lækkað um 3 dollara og er komin niður í rúma 105 dollara á tunnuna. Þetta er lækkun um 2,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×