Vilja niðurskurð og betri skattheimtur í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2011 19:45 Bob Traa, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi, leggst gegn skattahækkunum í landinu. Mynd/ AFP. Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira