Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 22:30 Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira