Nubo horfir til fleiri Norðurlanda 26. september 2011 11:18 Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Hann segist vera með fimm ára áætlun sem geri ráð fyrir því að hann komi upp starfsemi í Danmörku, Svíþjóð og í Finnlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Nubo fái leyfi til að fjárfesta hér á landi en í viðtalinu við Bloomberg segist hann vonast til að íslensk stjórnvöld verði búin að ákveða sig inna hálfs mánaðar. „Ef ég fæ leyfi til lóðarkaupanna á Íslandi, þá mun ég hefjast handa á hinum Norðurlöndunum,“ segir Nubo en tekur fram að áætlanirnar í hinum löndunum séu þó ekki af sömu stærðargráðu og verkefnið á Grímsstöðum. Forbes tímaritið segir að Nubo sé metinn á um einn milljarð dollara, eða um 118 milljarða íslenskra króna. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann að það sé stórlega vanmetið og bendir á að verslunarmiðstöð í hans eigu í Beijing sé ein og sér metin á 6,7 milljarða dollara, eða um átta hundruð milljarða íslenskra króna. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Huang Nubo, kínverski milljarðamæringurinn sem hefur stórhuga áform um ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í viðtali við Bloomberg fréttaveituna að hann hafi áhuga á frekari fjárfestingum í ferðaþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Hann segist vera með fimm ára áætlun sem geri ráð fyrir því að hann komi upp starfsemi í Danmörku, Svíþjóð og í Finnlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort Nubo fái leyfi til að fjárfesta hér á landi en í viðtalinu við Bloomberg segist hann vonast til að íslensk stjórnvöld verði búin að ákveða sig inna hálfs mánaðar. „Ef ég fæ leyfi til lóðarkaupanna á Íslandi, þá mun ég hefjast handa á hinum Norðurlöndunum,“ segir Nubo en tekur fram að áætlanirnar í hinum löndunum séu þó ekki af sömu stærðargráðu og verkefnið á Grímsstöðum. Forbes tímaritið segir að Nubo sé metinn á um einn milljarð dollara, eða um 118 milljarða íslenskra króna. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann að það sé stórlega vanmetið og bendir á að verslunarmiðstöð í hans eigu í Beijing sé ein og sér metin á 6,7 milljarða dollara, eða um átta hundruð milljarða íslenskra króna.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira