Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Hafsteinn Hauksson skrifar 23. september 2011 12:23 Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira