Enski boltinn

Marco Parolo: Leikstíll minn er fullkominn fyrir ensku úrvalsdeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Parolo.
Marco Parolo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marco Parolo, miðjumaður Cesena á Ítalíu, er sannfærður um það sjálfur að hann myndi passa vel inn í ensku úrvalsdeildina þar sem að hæfileikar hans henti ekki bara fyrir ítalska fótboltann.

„Ég er ekki hinn dæmigerði ítalski miðjumaður því ég sker mig úr frá öðrum leikmönnum hér. Ég er líka mikill aðdáandi Steven Gerrard hjá Liverpool. Enska og þýska úrvalsdeildin eru báðar deildir þar sem leikstíll minn myndi henta fullkomlega," sagði Marco Parolo við fótboltanetmiðilinn Goal.com.

Ítalski landsliðsmaðurinn var orðaður við stærri lið á Ítalíu eins og Inter Milan, Lazio og Cagliari á meðan félagsskiptaglugginn var opinn og þá hafnaði Cesena tilboði frá Chelsea í kappann á lokadegi félagsskiptagluggans.

„Chelsea er stórt félag og ég þarf að bæta mig mikið áður en ég er tilbúinn í að spila fyrir þannig klúbb Við þurfum að halda okkur á jörðinni og taka bara eitt skref í einu. Mér líður vel hjá Cesena eins og er og ég ætla að launa félaginu það traust sem það hefur sýnt mér," sagði Marco Parolo.

Marco Parolo er 26 ára gamall og 186 sentímetrar á hæð. Hann er að fara hefja sitt þriðja tímabil hjá Cesena en var áður hjá Chievo og Verona.  Parolo var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í 37 leikjum með Cesena á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×