Fótbolti

Austurríki réð ekki Lagerback af því að hann var svo lélegur í þýsku

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Lars Lagerback talar við leikmenn Nígeríu.
Lars Lagerback talar við leikmenn Nígeríu. Mynd/AFP
Fjölmiðlar í Austurríki fullyrða að knattspyrnusambandið þar í landi hafi hætt við að ráða Svíann Lars Lagerback í starf landsliðsþjálfara vegna lélegrar þýskukunnáttu hans.

Lagerback sem hefur undanfarið verið sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands fór í vikunni til viðræðna við austurríska knattspyrnusambandið sem komst allt í einu að því að Svíinn er ekki nógu sleipur í þýsku.

Lagerback er því úr myndinni hjá Austurríkismönnum sem sagðir eru vilja fá Þjóðverjann Christoph Daum í starfið.

Lagerback staðfesti áhuga sinn á að taka við íslenska landsliðinu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum og sænski fréttamiðillinn footbollskanalen fullyrðir að hann eigi í viðræðum við knattspyrnusamband Íslands.

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ gefur ekkert upp en íþróttadeild hefur heimildir fyrir því að KSÍ hafi rætt óformlega við nokkra erlenda þjálfara.

Meðal þeirra eru Kevin Blackwell sem hefur meðal annars stýrt Leeds, George Burley fyrrverandi landsliðsþjálfari Skota, Steve Coppell fyrrum stjóri Reading og Peter Taylor sem stýrði enska landsliðinu tímabundið árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×