Fjárlagahalli Grikkja: Ná ekki markmiðum sínum 3. október 2011 07:00 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að hallinn á fjárlögum þessa árs verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á síðasta ári nam hallinn 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu en takmarkið fyrir árið í ár var að minnka hallan svo hann yrði 7,6 prósent. Nú er hinsvegar ljóst að það markmið næst ekki og er gert ráð fyrir 8,5 prósenta halla. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn höfðu sett Grikkjum ströng fyrirmæli um að minnka hallann í ár og á næsta ári og því var farið í umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir og skattahækkanir. Þessar aðgerðir duga þó hvergi nærri til og kenna Grikkir versnandi efnahagsástandi heimsins almennt um. Þetta olli töluverðum lækkunum á hlutabréfum í Asíu í nótt og lækkaði aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fimm prósent áður en yfir lauk við lokun. Búist er við að þessar fregnir muni hafa svipuð áhrif á hlutabréfaverð í Evrópu þegar markaðir opna þar nú klukkan sjö. Grikkir þurfa frekari lánafyrirgreiðslu frá Evrópu eða átta milljarða evra eigi þeim að takast að forðast gjaldþrot í næsta mánuði. Gjaldþrot Grikkja myndi síðan vekja spurningar um framtíð evrunnar, valda usla í evrópska bankakerfinu og mögulega koma af stað svipuðum hremmingum hjá öðrum þjóðum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira