Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu 28. október 2011 15:06 Frank Michelsen úrsmiður „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira