Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. október 2011 19:45 Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. „Það liggur mikil þekking hérna heima líka," segir Orri, sem var gestur í Klinkinu, spjallþætti okkar um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Hann segir að menn hafi verið of ragir að afnema höftin og hægt sé að ráðast í áhættulaust ferli sem meti hvort það sé raunveruleg þörf fyrir fjárfesta að rjúka út úr kerfinu með fjármagn sitt verði höftin afnumin. Hann segir að mikið sé rætt um svokallað „snjóhengju" þ.e að það skapist önnur gjaldeyriskreppa við afléttingu haftanna. „Það virðist (hins vegar) ekki mikil hætta og miðað við útboð Seðlabankans hingað til þá virðist áhugi (til staðar) og þessi aðþrengsli þessara krónueiganda virðast það lítil, að hættan virðist lítil. Þetta er hins vegar ekki vitað. Hvorki Martin Wolf, né Krugman, né ég eða einhver annar veit það með vissu. Þess vegna þarf að búa til áætlun sem laðar fram þessar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma svo hægt sé að fara í afléttingu vitandi hver þessi pressa er. Og þegar ég segi afléttingu þá er ég ekki að tala um að það eigi ekki að vera skilyrði til að koma í veg fyrir að við lendum í jafn dramatískum aðstæðum og við vorum í. Það að sveitarfélög séu að fjármagna sig með erlendum lánum er algjörlega fráleitt. Meira að segja Reykjavíkurborg er að tala um það núna. Það er hægt að setja mjög stíf skilyrði, eða varúðarreglur, (til að tryggja) að við förum ekki í sama opna ástand og var hérna þegar menn ráku videoleigur með tekjur í krónum en voru með skuldirnar sínar í einhverju allt öðru, " segir Orri. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Orri ræðir gjaldeyrishöftin hér fyrir ofan. Viðtalið við Orra í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira