Útlínur að samkomulagi sagðar liggja fyrir Magnús Halldórsson skrifar 26. október 2011 23:19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Mikið hefur mætt á henni undanfarna daga enda Þýskaland óumdeilt forysturíki evrulandanna. Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til. Samkvæmt fréttum BBC, sem er með blaðamenn í Brussell sem fylgjast með viðræðum sem hafa staðið yfir í allan dag, hefur öðru fremur verið rætt um hvernig megi lágmarka skaðann af slæmri stöðu Grikklands, Ítalíu og Spánar. Þá hefur einnig verið rætt um hvernig megi koma á meiri stöðugleika í fjármálakerfum. Talið er líklegt að afskrifa þurfi í það minnsta 30% af skuldum Grikklands en samkomulag við kröfuhafa landsins í einkageiranum, einkum banka og fjárfestingasjóði, liggur ekki fyrir. Í frétt BBC í kvöld er tekið fram að líklegt sé talið bankar þurfi að styrkja stöðu sína um 106 milljarða evra til þess að mæta höggum sem eignahlið efnahagsreiknings þeirra verður fyrir, komi til mikilla afskrifta á ríkisskuldum Grikklands og jafnvel annarra ríkja. Jafnframt er að talið að björgunarsjóður á vegum Evrópusambandsins verði stækkaður mikið úr þeim 440 milljörðum evra sem hann hefur nú til taks. Líklegt er talið að hann verði í það minnsta 1.300 milljarðar evar, samkvæmt fréttum BBC. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til. Samkvæmt fréttum BBC, sem er með blaðamenn í Brussell sem fylgjast með viðræðum sem hafa staðið yfir í allan dag, hefur öðru fremur verið rætt um hvernig megi lágmarka skaðann af slæmri stöðu Grikklands, Ítalíu og Spánar. Þá hefur einnig verið rætt um hvernig megi koma á meiri stöðugleika í fjármálakerfum. Talið er líklegt að afskrifa þurfi í það minnsta 30% af skuldum Grikklands en samkomulag við kröfuhafa landsins í einkageiranum, einkum banka og fjárfestingasjóði, liggur ekki fyrir. Í frétt BBC í kvöld er tekið fram að líklegt sé talið bankar þurfi að styrkja stöðu sína um 106 milljarða evra til þess að mæta höggum sem eignahlið efnahagsreiknings þeirra verður fyrir, komi til mikilla afskrifta á ríkisskuldum Grikklands og jafnvel annarra ríkja. Jafnframt er að talið að björgunarsjóður á vegum Evrópusambandsins verði stækkaður mikið úr þeim 440 milljörðum evra sem hann hefur nú til taks. Líklegt er talið að hann verði í það minnsta 1.300 milljarðar evar, samkvæmt fréttum BBC.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira