Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum 8. nóvember 2011 22:00 Barack Obama er valdamesti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira