Handbolti

Danir unnu Þjóðverja í Berlín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Danir unnu 29-26 sigur á Þýskalandi í fyrsta leik þjóðanna á Supercup sem er fjögurra þjóða æfingamót sem fer fram í Berlín í Þýskalandi næstu daga. Þetta var fyrsti leikur þýska landsliðsins undir stjórn Martin Heuberger.

Hans Lindberg var markahæstur í danska landsliðinu með sex mörk en þeir Mikkel Hansen og Nikolaj Markussen skoruðu báðir fimm mörk. Patrick Groetzki skoraði sex mörk fyrir þýska landsiðið og Uwe Gensheimer var með fimm mörk.

Þjóðverjar byrjuðu vel og komust í 10-5 um miðjan fyrri hálfleik. Þjóðverjar voru síðan 14-13 yfir í hálfleik en Danir voru komnir í 17-15 eftir 38 mínútna leik og unnu að lokum þriggja marka sigur.

Spánverjar unnu 25-23 sigur á Svíum í hinum leik dagsins en á laugardaginn mæta Þjóðverjar Svíum en Danir spila við Spánverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×