Barack Obama krefst aðgerða 3. nóvember 2011 17:49 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira