Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92 Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2011 20:50 Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin. Keflavík hefur því unnið fjóra leiki á tímabilinu en Þórsarar þrjá. Magnús Gunnarsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga og gerði 26 stig, en hjá Þór var Darrin Govens atkvæðamestur einnig með 26 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og komust í 16-3 eftir nokkra mínútna leik. Fátt gekk upp sóknarlega hjá gestunum frá Þorlákshöfn og Keflvíkingar refsuðu þeim ávallt um hæl. Keflvíkingar voru greinilega vel stemmdir og mikil stemmning hjá leikmönnunum bæði hjá þeim sem voru inná vellinum og hjá varamönnum liðsins. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir hófu annan leikhluta vel og minnkuðu strax muninn í fjögur stig 29-25. Keflvíkingar hresstust heldur við áhlaup gestanna og hrukku aftur í gang. Ungur strákur að nafni Almar Stefán Guðbrandsson í liði Keflavíkur var að reynast Þórsurum erfiður undir körfunni, en strákurinn er 208 sentímetrar á hæð og virkilega öflugur. Almar tók mikið til sín á meðan aðrir leikmenn Keflavíkur fengu meira pláss. Staðan var 48-40 í hálfleik og enn mikil spenna í leiknum. Keflvíkingar héldu svipaðri forystu stóran hluta af þriðja leikhlutanum en þegar stutt var eftir af fjórðungnum komu kom ágætt áhlaup frá Þórsurum. Munurinn var þá sex stig á liðunum 66-60 og allt gat gerst. Heimamenn skoruðu fjögur síðustu stig í þriðja leikhlutanum og því munaði tíu stigum á liðunum, 70-60, fyrir lokafjórðunginn. Róðurinn því nokkuð þungur fyrir gestina, en langt frá því að vera ómögulegt. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig fjórða leikhlutans og náðu strax 16 stiga forskoti. Þórsarar gáfust aldrei upp í leiknum og náðu að minnka muninn í sjö stig, 86-79 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn aðeins eitt stig á liðunum 86-85. Marko Latinovic kom Þór í fyrsta skipti yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leikinn og Græni Drekinn, stuðningsmannafélag Þórs, gjörsamlega trylltist. Keflvíkingar fóru þá í sókn og Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur, setti þrist beint í andlitið á gestunum. Þórsarar fengu tækifæri til að gera út um leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og þá barst boltinn undir körfuna á Michael Ringgold sem setti boltann í körfuna og gestirnir komnir yfir 92-91. Þarna var 1 rúmlega ein sekúnda eftir af leiknum. Boltinn barst á Charles Micheal Parker sem gerði sér lítið fyrir og tryggði Keflvíkingum ótrúlegan sigur í sennilega mest spennandi leik tímabilsins. Niðurstaðan 93-92 fyrir Keflavík.Magnús: Erum með stáltaugar„Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir peningana sínu í kvöld, en ég hefði viljað sjá fleira fólk í húsinu," sagði Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum rétt að komast í gírinn, þetta var hörkuleikur eins og margir í þessari deild. Kannski vorum við aðeins heppnir í lokin en við erum bara með stáltaugar og náðum að innbyrða sigur". „Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun fjórða leikhluta þegar við vorum komnir 16 stigum yfir, en sem betur fer náðum við að klára dæmið". Sjá má myndbandsupptöku af viðtalinu við Magnús hér að ofan.Guðmundur: Hefði frekar vilja tapa með tuttugu stigum„Það er hrikalega sárt að tapa svona, maður vill frekar steinliggja með tuttugu stigum," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir tapið í gær. „Við héldum að þetta væri komið í lokin, hann (Charles M. Parker) var ekki búinn að hitta úr skoti í leiknum. Það var lagt upp með að stoppa Magnús Gunnarsson, en við gleymdu okkur í örlitla stund og fengum þetta í andlitið". „Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem við töpum á þennan hátt, ótrúlegt alveg hreint". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Guðmund með því að ýta hér.Sigurður: Kom upp smá stress í lokin en við höfðum þetta„Ég er ánægður með sigurinn í kvöld, þetta var háspennuleikur og fólk fékk eitthvað fyrir peninginn sinn," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn. „Þetta var þrælskemmtilegur körfuboltaleikur, en ég hefði viljað afgreiða hann mun fyrr. Við höfum tapað tveim leikjum í röð og það sást smá stress á mönnum í lokin". „Við réðum ekkert við Gumma (Jónsson) í fjórða leikhlutanum og þeir komust aftur inn í leikinn. Þetta er frábært lið og ég er ánægður með að hafa unnið þá". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Keflavík-Þór Þorlákshöfn 93-92 (29-18, 19-22, 22-20, 23-32)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 26/4 fráköst, Jarryd Cole 21/8 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 8/7 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Almar Stefán Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Gunnar H. Stefánsson 2, Sigurður Friðrik Gunnarsson 2/4 fráköst.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 23/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 13/17 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Michael Ringgold 9/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin. Keflavík hefur því unnið fjóra leiki á tímabilinu en Þórsarar þrjá. Magnús Gunnarsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga og gerði 26 stig, en hjá Þór var Darrin Govens atkvæðamestur einnig með 26 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn mikið mun betur og komust í 16-3 eftir nokkra mínútna leik. Fátt gekk upp sóknarlega hjá gestunum frá Þorlákshöfn og Keflvíkingar refsuðu þeim ávallt um hæl. Keflvíkingar voru greinilega vel stemmdir og mikil stemmning hjá leikmönnunum bæði hjá þeim sem voru inná vellinum og hjá varamönnum liðsins. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir hófu annan leikhluta vel og minnkuðu strax muninn í fjögur stig 29-25. Keflvíkingar hresstust heldur við áhlaup gestanna og hrukku aftur í gang. Ungur strákur að nafni Almar Stefán Guðbrandsson í liði Keflavíkur var að reynast Þórsurum erfiður undir körfunni, en strákurinn er 208 sentímetrar á hæð og virkilega öflugur. Almar tók mikið til sín á meðan aðrir leikmenn Keflavíkur fengu meira pláss. Staðan var 48-40 í hálfleik og enn mikil spenna í leiknum. Keflvíkingar héldu svipaðri forystu stóran hluta af þriðja leikhlutanum en þegar stutt var eftir af fjórðungnum komu kom ágætt áhlaup frá Þórsurum. Munurinn var þá sex stig á liðunum 66-60 og allt gat gerst. Heimamenn skoruðu fjögur síðustu stig í þriðja leikhlutanum og því munaði tíu stigum á liðunum, 70-60, fyrir lokafjórðunginn. Róðurinn því nokkuð þungur fyrir gestina, en langt frá því að vera ómögulegt. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig fjórða leikhlutans og náðu strax 16 stiga forskoti. Þórsarar gáfust aldrei upp í leiknum og náðu að minnka muninn í sjö stig, 86-79 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn aðeins eitt stig á liðunum 86-85. Marko Latinovic kom Þór í fyrsta skipti yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leikinn og Græni Drekinn, stuðningsmannafélag Þórs, gjörsamlega trylltist. Keflvíkingar fóru þá í sókn og Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur, setti þrist beint í andlitið á gestunum. Þórsarar fengu tækifæri til að gera út um leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og þá barst boltinn undir körfuna á Michael Ringgold sem setti boltann í körfuna og gestirnir komnir yfir 92-91. Þarna var 1 rúmlega ein sekúnda eftir af leiknum. Boltinn barst á Charles Micheal Parker sem gerði sér lítið fyrir og tryggði Keflvíkingum ótrúlegan sigur í sennilega mest spennandi leik tímabilsins. Niðurstaðan 93-92 fyrir Keflavík.Magnús: Erum með stáltaugar„Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir peningana sínu í kvöld, en ég hefði viljað sjá fleira fólk í húsinu," sagði Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Við erum rétt að komast í gírinn, þetta var hörkuleikur eins og margir í þessari deild. Kannski vorum við aðeins heppnir í lokin en við erum bara með stáltaugar og náðum að innbyrða sigur". „Við vanmátum þá kannski aðeins í byrjun fjórða leikhluta þegar við vorum komnir 16 stigum yfir, en sem betur fer náðum við að klára dæmið". Sjá má myndbandsupptöku af viðtalinu við Magnús hér að ofan.Guðmundur: Hefði frekar vilja tapa með tuttugu stigum„Það er hrikalega sárt að tapa svona, maður vill frekar steinliggja með tuttugu stigum," sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór Þorlákshafnar, eftir tapið í gær. „Við héldum að þetta væri komið í lokin, hann (Charles M. Parker) var ekki búinn að hitta úr skoti í leiknum. Það var lagt upp með að stoppa Magnús Gunnarsson, en við gleymdu okkur í örlitla stund og fengum þetta í andlitið". „Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem við töpum á þennan hátt, ótrúlegt alveg hreint". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Guðmund með því að ýta hér.Sigurður: Kom upp smá stress í lokin en við höfðum þetta„Ég er ánægður með sigurinn í kvöld, þetta var háspennuleikur og fólk fékk eitthvað fyrir peninginn sinn," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn. „Þetta var þrælskemmtilegur körfuboltaleikur, en ég hefði viljað afgreiða hann mun fyrr. Við höfum tapað tveim leikjum í röð og það sást smá stress á mönnum í lokin". „Við réðum ekkert við Gumma (Jónsson) í fjórða leikhlutanum og þeir komust aftur inn í leikinn. Þetta er frábært lið og ég er ánægður með að hafa unnið þá". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér.Keflavík-Þór Þorlákshöfn 93-92 (29-18, 19-22, 22-20, 23-32)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 26/4 fráköst, Jarryd Cole 21/8 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 8/7 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Almar Stefán Guðbrandsson 6, Valur Orri Valsson 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Gunnar H. Stefánsson 2, Sigurður Friðrik Gunnarsson 2/4 fráköst.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 23/5 stoðsendingar, Marko Latinovic 13/17 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst, Michael Ringgold 9/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum