Hér má sjá holla og einfalda uppskrift af gulrótarsafa frá Femin.is.
4 gulrætur
1 lítil rauðrófa
2 tsk rifin, fersk engiferrót
1 msk hunang
Skafið gulræturnar og flysjið rauðrófuna. Setjið grænmetið í grænmetispressu ásamt engiferrótinni og hunanginu og þeytið þar til safinn rennur úr því.
Setjið klaka í glös og hellið safanum yfir.
Sjá fleiri uppskriftir hjá Femin.is.
Gulrótarsafi sem segir sex
