Viðskipti erlent

Samsung gerir grín að iPhone notendum

Ný sjónvarpsauglýsing Samsung gerir stólpagrín að notendum iPhone snjallsímans sem hannaður er af Apple. Tæknifyrirtækin hafa staðið hatrammri baráttu um yfirráð á snjallsímamarkaðnum.

Í auglýsingunni eru kostir snjallsímans Samsuns Galaxy S II undirstrikaðir með því að gera grín að notendum iPhone. Leikið er með staðalmyndir af Apple aðdáendum.

Einnig eru gallar iPhone snjallsímans dregnir fram.

Í auglýsingunni stendur hópur ungs fólks í biðröð fyrir utan Apple verslun. Þau bíða spennt eftir að fá nýjastu týpu iPhone og ræða sín á milli um galla snjallsímans vinsæla. Þau dást síðan að vegfarendum sem nota Samsung snjallsíma.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér fyrir ofan og á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×