Viðskipti erlent

Facebook hannar snjallsíma

Talið er að um 350 milljón notenda notist við snjallsímaútgáfu af Facebook á hverjum degi.
Talið er að um 350 milljón notenda notist við snjallsímaútgáfu af Facebook á hverjum degi. mynd/AFP
Samskiptasíðan Facebook hefur nú hafið þróun á sérhönnuðum snjallsíma. Talið er að Facebook sé nú þegar komið í samstarf við farsímaframleiðandann HTC.

Talsmaður Facebook sagði að síminn verði knúinn af breyttri útgáfu Android stýrikerfisins sem Google þróaði. Síminn mun notast við HTML5 ívafsmálið.

Síminn er kallaður Buffy í höfuðið á sjónvarpspersónunni víðfrægu.

Talsmaðurinn sagði að verkfræðingar Facebook séu langþreyttir á að vinna með stýrikerfi Apple og Google. Hingað til hefur Facebook aðeins verið notað í gegnum smáforrit sem notendur geta hlaðið niður í snjallsíma sína.

Facebook vill gera félagslega notkun snjallsíma enn viðameiri.

Talið er að um 350 milljón notenda notist við snjallsímaútgáfu af Facebook á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×