Fátækum fækkar verulega í landsbyggðum Kína 21. nóvember 2011 08:00 Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Hagstofu Kína. Þar segir að fyrir tíu árum hafi rúmlega 10% af fólki á landsbyggðinni lifað undir fátæktarmörkunum en í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 2,8%. Þessi þróun hafi átt sér stað þrátt fyrir að fátæktarmörkin hafi verið hækkuð úr mánaðartekjum upp á 865 juan eða 16.000 krónum árið 2000 og upp í 1274 juan eða 24.000 krónur í fyrra. Kínversk stjórnvöld segja að þessi góði árangur í að berjast gegn fátækt meðal landsbyggðafólks sé einkum til kominn vegna breytinga á byggðastefnu stjórnvalda. Styrkir til landbúnaðarframleiðslu hafi verið hækkaðir verulega, velferðarkerfið styrkt og bændum veitt aukið aðgengi að vatni, rafmagni og samgönguæðum. Duncan Innes-Ker hagfræðingur hjá Economist Intelligence Unit segir að þessi fækkun fátækra í Kína komi ekki á óvart þegar litið sé á launhækkanir á þessu tímabili. Hann bendir á að laun hafi hækkað um 15-20% á hverju ári frá aldamótunum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fátæku fólki í landsbyggðum Kína hefur fækkað umtalsvert á undanförnum áratug. Fátækum hefur fækkað úr 92 milljón manns árið 2000 og niður í tæplega 27 milljónir manna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum frá Hagstofu Kína. Þar segir að fyrir tíu árum hafi rúmlega 10% af fólki á landsbyggðinni lifað undir fátæktarmörkunum en í fyrra var þetta hlutfall komið niður í 2,8%. Þessi þróun hafi átt sér stað þrátt fyrir að fátæktarmörkin hafi verið hækkuð úr mánaðartekjum upp á 865 juan eða 16.000 krónum árið 2000 og upp í 1274 juan eða 24.000 krónur í fyrra. Kínversk stjórnvöld segja að þessi góði árangur í að berjast gegn fátækt meðal landsbyggðafólks sé einkum til kominn vegna breytinga á byggðastefnu stjórnvalda. Styrkir til landbúnaðarframleiðslu hafi verið hækkaðir verulega, velferðarkerfið styrkt og bændum veitt aukið aðgengi að vatni, rafmagni og samgönguæðum. Duncan Innes-Ker hagfræðingur hjá Economist Intelligence Unit segir að þessi fækkun fátækra í Kína komi ekki á óvart þegar litið sé á launhækkanir á þessu tímabili. Hann bendir á að laun hafi hækkað um 15-20% á hverju ári frá aldamótunum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira