Viðskipti erlent

Ákváðu að stækka björgunarsjóð evrusvæðisins

Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu á fundi sínum í gærdag að auka fjárhagslegan styrk björgunarsjóðs síns en vildu ekki nefna neinar tölur í því sambandi.

Þá var einnig rætt um að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Ítalíu en stóraukinn lántökukostnaður ítalska ríkisins hefur ýtt evrusvæðinu enn lengra í áttina að fjárhagslegum hörmungum.

Í frétt um málið á Reuters segir að staðan sé grafalvarleg þar sem markaður með ríkisskuldabréf evruríkjanna sé orðinn botnfrosinn og að fjárfestar flýji frá þeim markaði í hrönnum þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×