Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess.
Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í Klinkinu.
Í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Sigurðar Jóhannessonar um mat á orkusölu til stóriðju er lagt til að Landsvirkjun verði hlutafélagavædd. Þá kemur fram í skýrslunni að þjóðhagsleg áhætta vegna ríkisábyrgðar fyrirtækisins hafi farið vaxandi.
Rætt hefur verið um að Landsvirkjun geti verið 300 milljarða króna virði, það þýðir að rúmlega 100 milljarðar króna myndu skila sér í ríkissjóð við sölu á þriðjungshlut. Norðmenn fóru þessa leið blandaðs eignarhalds með Statoil og hefur það reynst vel. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu.
Árni Páll segist hafa tekið eftir þessum hugmyndum og þær séu athyglisverðar. Hann segir það athyglisverða hugmynd að selja lífeyrissjóðunum 30 prósent og þannig stórbæta stöðu Landsvirkjunar. Hann segir slíkt eignarhald einnig koma í veg fyrir pólitíska misnotkun.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu. Hann segir margt skynsamlegt að finna í hugmyndum hagfræðinganna og margar jákvæðar hliðar á málinu.
Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun
Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent



Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins
Viðskipti innlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent