Viðskipti erlent

Grænar tölur á mörkuðum og evran styrkist

Grænar tölur voru á öllum mörkuðum í gærkvöldi og nótt. Bandarískir fjárfestar létu skuldakreppuna á evrusvæðinu ekki hafa áhrif á sig í gærkvöldi en horfðu frekar á nokkrar lykiltölur úr bandaríska hagkerfinu sem voru jákvæðri en áætlað hafði verið.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,3% og Nasdag vísitalan um 0,1%. Þessi uppsveifla hélt síðan áfram á Asíu mörkuðum í nótt en Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,6%.

Þá styrktist gengi evrunnar á ný og fór yfir 1,3 á móti dollaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×