Adele "skipti máli" að mati Time Magnús Halldórsson skrifar 15. desember 2011 21:00 Adele á tónleikum. Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira