Viðskipti erlent

Svona færðu nýja Facebook

Sýnishorn af nýju Timeline-prófílnum.
Sýnishorn af nýju Timeline-prófílnum. mynd/FACEBOOK
Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Timeline er hugsað sem eins konar ævisaga. Þar er hægt að setja inn upplýsingar um lífshlaup notandans og deila því með umheiminum.

Eins og er ráða notendur Facebook hvort að þeir virkja nýjungina. En talsmaður samskiptasíðunnar sagði að Timeline verði skyldubundinn hluti af Facebook eftir nokkrar vikur.

Zuckerberg sagði að útlit Timeline eigi að minna á forsíðu tímarits, þar sem allar helstu upplýsingar um innihald blaðsins eru gefnar upp. Notendur ráða því síðan hvort að þeir opni blaðið eða sendi vinabeiðnina.

Hægt er að virkja Timeline hér.


Tengdar fréttir

Allt um Timeline

Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×