Viðskipti erlent

Google birtir vinsælustu leitarefnin

Bretar voru afar forvitnir þetta árið.
Bretar voru afar forvitnir þetta árið. mynd/AFP
Tölvufyrirtækið Google hefur birt árlegan lista sinn yfir vinsælustu leitarefni Breta. Leitarefnin eru af ýmsum toga og gefa vísbendingar um tíðaranda Bretlands.

Hægt er að sjá listann í heild sinni á vefsíðu The Telegraph.

Bretar forvitnuðust mikið um brúðkaup Villhjálms og Kate en vinsælustu leitarorðin voru þó flest af hagnýtum toga líkt og eBay, Facebook og auðvitað Google.

Margir vildu einnig vita hvað risarækjur væru í raun á meðan aðrir leituðu leiðbeininga um hvernig ætti að kyssa og sofa. Nokkrir spurðu Google hvað smákökur væru í raun og veru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×