Íslenskum markvörðum fækkar áfram í Svíþjóð | María Björg er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2011 18:19 María Björg Ágústsdóttir varði mark Íslands í mikilvægum leikjum á móti Írum. Mynd/Daníel María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira