Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin 13. desember 2011 07:58 Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira