Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Magnús Halldórsson skrifar 12. desember 2011 22:06 Það mynduðust biðraðir víða um Lettland um sl. helgi eftir að sá orðrómur komst á kreik að bankar í landinu, einkum sænski bankinn Swedbank, stæðu höllum fæti. Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swedbank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði um málið frá Svíðþjóð. Í greininni er fullyrt að orðrómi hafi verið komið í umræðu á samfélagsmiðlum, m.a. með Twitter, sem hafi beinlínis verið ætlað að grafa undan stöðugleika fjármálakerfis landsins. Meðal þess sem fullyrt var á samfélagsmiðlum, var að hraðbönkum hefði verið lokað víða og að lítið fé væri til hjá Swedbank, starfsemi bankans í Eistlandi hefði verið lokað og að bankinn stæði raunar á brauðfótum.Forsætisráðherrann æfur Forsætisráðherra Lettlands, Valdis Dombrovskis, sagði við fjölmiðla að orðrómurinn hefði verið „skipulögð árás" á fjármálakerfi landsins. Hann sagði að málið yrði tekið föstum tökum hjá lögreglu og var hinn reiðasti á fundi þegar málið kom til umræðu. Að því er fram kemur í grein Wall Street Journal var tekið út sjö sinnum meira fé hjá Swedbank í hraðbönkum um helgina heldur en í venjulegu árferði, um 29 milljónir dollara. Swedbank er stærsti bankinn í Lettlandi, en áhætta bankans gagnvart sparifjáreigendum og fyrirtækjum í Lettlandi nemur um þremur milljörðum dollara samkvæmt síðasta birta ársreikningi Swedbank.Lítið traust Haft er eftir Henrik Noreus, hjá sænska fjármálaeftirlitinu, í greininni að traust á bönkum í Lettlandi og Litháen sé lítið í augnablikinu. Þess vegna geti falskur orðrómur valdið gríðarlegum skaða á skömmum tíma. Lítið traust má m.a. rekja til falls bankanna Krajbanka og Snoras fyrir skemmstu. Báðir bankarnir voru með umfangsmikla starfsemi í Lettlandi og Litháen áður en þeir féllu.Mikil sænsk áhætta Sænskir bankar eiga mikið undir því að Lettland og Litháen séu með stöðugt fjármálakerfi. Löndunum hefur báðum gengið betur efnahagslega heldur en búist var við eftir haustið 2008. Ekki síst var að það að þakka ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. En nú eru blikur á lofti, einkum í fjármálakerfinu. Sænsku bankarnir SEB og Nordea einnig einnig mikið undir í Lettlandi og Litháen. Í grein Wall Street Journal kemur fram hjá framkvæmdastjórum samskiptasviðs Swedbank, SEB og Nordea að bankarnir vinni nú að því að greina ástandið og bæta úr því tjóni sem varð á skömmum tíma, þegar sá orðrómur komst á kreik að Swedbank væri við það að falla.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira