Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2011 19:30 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent