Sjöunda til tíunda sæti

Lionel Messi frá Argentínu, 23 ára leikmaður hjá spænska fótboltaliðinu Barcelona. Árstekjur: 4 milljarðar kr. Messi fær um 2 milljarða kr. í laun hjá Barcelona og hann er með annað eins í tekjur af auglýsingasamningum.
9. sæti:
Michael Schumacher frá þýskalandi, 42 ára ökumaður í Formúlu 1 liði Mercedes. Árstekjur 4,16 milljarðar kr. Schumacher hefur sjö sinnum fagnað sigri í keppni ökumanna í F1, hann endaði í 9. sæti á þessu ári. Stærsti hluti tekna hans koma frá auglýsingasamningum frá fyrirtækjum á borð við DVAG og JetSet.
8. sæti:
Alex Rodriguez frá Bandaríkjunum, 35 ára gamall leikmaður hafnarboltaliðsins, New York Yankees. Árstekjur 4,3 milljarðar kr. Árið 2000 skrifaði Rodriguez undir metsamning sem tryggði honum 31,6 milljarða kr. í laun á samningstímanum. Rodriguez er með afar fáa auglýsingasamninga en fyrirtæki hafa ekki viljað fá hann í lið með sér eftir að hann viðurkenndi að hafa notað steralyf reglulega á fyrri hluta ferilsins.
7. sæti:
Cristiano Ronaldo frá Portúgal, 26 ára gamall leikmaður spænska fótboltaliðsins Real Madrid. Árstekjur 4,7 milljarðar kr. Fyrirliði landsliðs portúgals er í öðru sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Hann nýtur gríðarlegra vinsælda og má þar nefna að 26 milljón manns fylgjast með honum á samskiptavefnum Facebook og 3 milljónir á Twitter.
Fjórða til sjötta sæti

David Beckham frá Englandi, 36 ára gamall leikmaður bandaríska fótboltaliðsins LA Galaxy. Árstekjur 4,9 milljarðar kr. Beckham er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en það fer að líða að lokum keppnisferils hans. Tekjur hans munu án efa verða háar á næstu árum enda keppast fyrirtæki um leikmanninn. Ólympíuleikarnir í London á næsta ári verða án efa stór tekjulind fyrir Beckham sem gæti leikið með breska landsliðinu á ÓL.
5. sæti:
Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, fertugur atvinnukylfingur.
Árstekjur 5,7 milljarðar kr. Mickelson eða „Lefty" eins og hann er kallaður hefur sigrað á fjórum stórmótum á ferlinum og er hann í annar í röðinni yfir tekjuhæstu kylfinga heims. Hann fær meirihluta tekna sinna í gegnum samninga við stórfyrirtæki á borð við Exxon Mobil, Rolex, Barclays, Callaway Golf og Enbrel. Sem atvinnumaður í golfi fékk Mickelson „aðeins" 470 milljónir kr. í verðlaunafé.
4. sæti:
Roger Federer frá Sviss, 29 ára gamall atvinnumaður í tennis.
Árstekjur 5,8 milljarðar kr. Federer hefur unnið 16 stórmót á ferlinum og 67 atvinnumót. Hann hefur verið besti tennisspilari heims undanfarin ár og hann var samfellt í efsta sæti heimslistans í 237 vikur, og samtals í 285 vikur. Alls hefur hann leikið 28 sinnum til úrslita á stórmóti. Helstu samstarfsaðilar hans eru Rolex, Gillette, Mercedes-Benz, Nike og Lindt.
Þriðja sæti

Annað sæti

Fyrsta sæti
