Viðskipti erlent

Intel þróar snjallsíma

Tilrauna síminn frá Intel.
Tilrauna síminn frá Intel. mynd/Intel
Bandaríska tæknifyrirtækið Intel hefur opinberað frumgerð snjallsíma sem knúinn er af nýjasta örgjörva fyrirtækisins. Intel var frumkvöðull á sviði einkatölvunnar en hefur á síðustu árum verið fjarverandi í þróun snjallsíma.

Núna sækist Intel eftir því að brjótast inn á snjallsímamarkaðinn. Intel hefur hannað tilrauna síma sem notast við nýjasta örgjörva fyrirtækisins en hann kallast Medfield. Síminn er hugsaður sem grunnur að þróun fleiri síma.

Tímaritið Technology Review greinir frá því að síminn sé svipaður að stærð og iPhone 4 en þó mun léttari. Síminn notast við stýrikerfið Android sem hannað er af Google. Örgjörvi snjallsímans hefur sérhannaðar rafrásir fyrir Android, þannig eru smáforrit stýrikerfisins afar hröð og netvafri símans mun hraðvirkari en í öðrum snjallsímum.

Talið er að snjallsímar sem notast við nýjustu tækni frá Intel komi á markað í vor á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×