Viðskipti erlent

Apple sigrar í einkaleyfisdeilu við HTC

HTC er fjórði stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar.
HTC er fjórði stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. mynd/AFP
Tæknirisinn Apple hefur borið sigur úr býtum í einkaleyfisdeilu við snjallsímaframleiðandann HTC. Alþjóða Viðskiptaráð Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að HTC hefði brotið á einkaleyfi Apple.

Deilan tók til tækninýjungar sem kallast "data tapping" en tæknin gerir notendum kleift að vinna með upplýsingar úr gögnum.

Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar verður HTC að taka alla snjallsíma sem notast við tæknina úr umferð fyrir 19. apríl á næsta ári. Stjórnendur HTC segjast virða niðurstöðu nefndarinnar.

Samkvæmt fréttastofunni Reuters hefur HTC lýst úrskurðinum sem sigri því Apple hafði upphaflega sakað fyrirtækið um að hafa misnotað 10 einkaleyfi í sinni eign.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×